Njótum samveru í haustfríinu | Reykjavíkurborg

Njótum samveru í haustfríinu

þriðjudagur, 16. október 2018

Það er ástæðulaust að láta sér leiðast í haustfríinu í Reykjavík dagana 18. – 23. október því margt er hægt að gera með börnum, afabörnum, ömmubörnum eða frændum og frænkum. Það besta er að allir dagskrárliðir eru ókeypis.

  • Fullorðnir fá m.a. frítt í sund á auglýstum tíma séu þeir í fylgd grunnskólabarna.
    Fullorðnir fá m.a. frítt í sund á auglýstum tíma séu þeir í fylgd grunnskólabarna.

Það verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum borgarinnar, bókasöfnum, sundlaugum og menningarstofnunum.  Hér er samantekt á því helsta sem hægt er að hafa fyrir stafni.