Njóta ber sumarblóma í Reykjavík

Umhverfi

""

Sumarblómin í Reykjavík eru í essinu sínu víða um borg.

„Sumarblómin í Reykjavík eru glöð um þessar mundir,“ segir Auður Jónsdóttir hjá Ræktunarstöð Reykjavíkur og ráðleggur fólki að njóta hvers dags með þeim. Finna má sumarblómin út um alla borg, í görðum, á hringtorgum og standandi kerjum.

„Það er alfarið undir veðurguðunum hversu lengi blómaskeiðið stendur yfir en það gæti jafnvel enst í mánuð til viðbótar,“ segir hún og hvetur fólk til að sjá hversu vel blómin taka á móti þeim.