Níu sækja um skólastjórastöðu Hlíðaskóla

Skóli og frístund

""

Alls sóttu níu umsækjendur um stöðu skólastjóra í Hlíðaskóla. Umsóknarfrestur rann út 15. júní síðastliðinn.

Umsækjendur eru;

  • Aðalheiður Bragadóttir
  • Aðalsteinn J Magnússon
  • Anna María K. Þorkelsdóttir
  • Berglind Stefánsdóttir
  • Guðlaug Bjarnadóttir
  • Hannes Birgir Hjálmarsson
  • Íris Anna Steinarrsdóttir
  • Oddný Ingiríður Yngvadóttir
  • Soffía Ámundadóttir

Í Hlíðaskóli eru nemendur í 1.-10. bekk. Stefna skólans byggist á grunnþáttum menntunar sem fléttast inn í skólanámskrá skólans. Lýðræðisleg vinnubrögð, sköpun og tjáning eru samofin öllu skólastarfinu og mikil áhersla lögð á kennslu verk- og listgreina. Í skólanum er starfrækt táknmálssvið og fá allir nemendur nokkra þjálfun í íslensku táknmáli.

Heimasíða skólans