Neyðarskýli borgarinnar eru opin í dag

Konar með skóflu veður skafla.

Dagopnun verður í neyðarskýlunum í Reykjavík í dag vegna þess veðurs nú nú gengur yfir á höfuðborgarsvæðinu. Neyðaráætlun í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið virkjuð.

Neyðarskýlin eru þrjú. Tvö fyrir karlmenn í Grandagarði og á Lindargötu og eitt fyrir konur, Konukot í Eskihlíð.

Hér er að finna ýmsar upplýsingar um neyðarskýlin og aðra þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir heimilislausu fólki. 

Markmið neyðaráætlunarinnar er að tryggja að upplýsingar um slæmt veður og breyttan opnunartíma neyðarskýla berist gestum neyðarskýla og öðrum sem kunna að vera í ótryggum aðstæðum. VoR-teyminu, stjórnendum neyðarúrræða fyrir heimilislausa, bráðamóttöku Landspítalans, lögreglu, Rauða krossinum og öðrum sem koma að þjónustu við heimilislaust fólk í Reykjavík er gert viðvart.

Alltaf er fylgst með veðurspám og tilkynningum frá Almannavörnum og brugðist við með dagopnun neyðarskýla í hvert sinn sem þörf er á.