Nemendur með hita eða flensueinkenni mæti ekki í skóla

Covid-19 Skóli og frístund

""

Í bréfi til foreldra grunnskólabarna sem Almannavarnarnefnd sendi út er mælst til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna.

Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig.

Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó.

Mikilvægt er að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má vef hans.

Á dögunum voru gefnar út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19,

Nemendur í sóttkví geta áfram sinnt námi sínu að einhverju leyti og skal stefnt að því að slíkar aðstæður hafi sem minnst áhrif á nám.