Nauthólsvegur malbikaður í næstu viku

Samgöngur Umhverfi

""

Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kansteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar.

Upphaflega stóð til að malbika í liðinni viku, en úttekt á lögnum leiddi í ljós að taka þarf upp hluta af þeirri vinnu og því getur ekki orðið af malbikun fyrr en mánudaginn 26. ágúst.

Gerðar hafa verið breytingar á umferðarljósum á gatnamótum Flugvallarvegar og Bústaðavegar til að draga úr umferðartöfum eins og hægt er. Vegfarendur um Flugvallarveg  eru hvattir til að gefa sér tíma vegna mögulegra umferðartafa  eða nota hjólaleiðir sé þess kostur.

Nánari upplýsingar:

Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Nauthólsvegur - Breytingar