Næg bílastæði í bílahúsum í miðborginni

föstudagur, 8. desember 2017

Það eru 1144 bílastæði í miðborginni og bifreiða eigendur sem eiga erindi í bæinn ættu ekki að vera í vandræðum með að finna stæði.

 

 

  • Næg bílastæði í bílahúsum borgarinnar
    Næg bílastæði í bílahúsum borgarinnar

Nú þegar jólaösin fer af stað í miðborginni eykst umferð bifreiða einnig. Reykjavíkurborg bendir bifreiðaeigendum á að nóg er af bílastæðum í bílahúsum í miðborginni. Bílahúsin eru 7 talsins og alls eru bílastæðin um 1144 og með því að fara inn á www.bilahus.is er hægt að sjá hversu mörg stæði eru laus hverju sinni. Borgarbúum er einnig bent á að fara í bæinn fótgangandi eða með strætó.