Moka frá í Vesturbæ, Miðbæ, Háaleiti og Bústaðahverfi að Elliðaám

Umhverfi

""

Vinsamlegast greiðið leið sorphirðufólks í Vesturbæ, Miðbæ, Háaleiti og Bústaðahverfi að Elliðaám með því að moka frá geymslum, salta, sanda og liðka. 

Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun. 
Mikið álag er á sorphirðufólki þegar færð og aðstæður eru slæmar eins og nú í Reykjavík. Sorphirða Reykjavíkur biður því íbúa í Vesturbæ, Miðbæ, Háaleiti og Bústaðahverfi að Elliðaám vinsamlega um að moka sem fyrst frá sorpgeymslum, tunnum og salta/sanda einnig. Sorphirðan er að störfum á þessum slóðum núna en getur í einstaka tilfellum neyðst til að skilja tunnur eftir ólosaðar ef aðgengið er of erfitt. Með fyrirfram þökk.

Tengill 

Sorphirðudagatal 2019