Mixtúra fær aðsetur á Menntavísindasviði

Helgi Grímsson og Kolbrún Pálsdóttir

Uppskeruhátíð Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatækniveri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, fór fram í lok síðustu viku.

Skólastjórnendum og tengiliðum Grósku í grunnskólum Reykjavíkur var boðið til þess að fagna fyrsta skólaárinu í verkefninu Stafræn gróska og flutningi Mixtúru á nýjan stað.

Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundsviðs og Kolbrún Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands undirrituðu samkomulag um aðstöðu fyrir Mixtúru í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Í samkomulaginu fellst einnig að Mixtúra veiti kennurum og nemendum sviðsins þjónustu. Stafræn gróska er umfangsmikið verkefni sem snýr að hraðari innleiðingu stafrænnar tækni og stendur yfir skólaárin 2021-2023.

Markmið samkomulagsins er að efla markvissa og framsækna notkun stafrænnar tækni og samvinnu Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar á sviði nýsköpunar í skólastarfi og menntamálum.