Minningarathöfn í Hólavallakirkjugarði

Mannlíf Menning og listir

""
Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadaginn 19. júní klukkan 14.30.
Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. 
 
Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, flytur ávarp og Þær Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja tónlist.

Að lokinni athöfn verður gengið að Hallveigarstöðum þar sem félög kvenna bjóða til kaffisamsætis kl. 15.00.
 
Öll velkomin