Minna svifryk á áramótum

Umhverfi

""

Fyrstu klukkustund nýársdags einkenndist m.a. af svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu en nýársdagur var þó langt undir heilsuverndarmörkum samkvæmt mælistöðvum í Reykjavík.

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í Reykjavík var styrkur fyrstu og annarrar klukkustundar ársins og meðaltal fyrsta dag ársins í loftgæðamælistöðvum í Reykjavík eftirfarandi;

Mælir á Grensásvegi var 317 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 20 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og fyrsta sólarhringsmeðaltal mældist 26 míkrógrömm á rúmmetra

Í Fjölskyldu og húsdýragarðinum mældist svifryk 234 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 77 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og sólarhringsmeðaltal mældist 22 míkrógrömm á rúmmetra

Í farstöð eitt í Njörvasundi mældist svifryk 294 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 24 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og sólarhringsmeðaltal mældist 26 míkrógrömm á rúmmetra.

Í farstöð tvö við Egilshöll mældist svifryk 51 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 16 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og sólarhringsmeðaltal mældist 15 míkrógrömm á rúmmetra.

Stöð

Fyrsta klst.

Önnar klst.

Sólarhringur

Grensás

317

20

26

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

234

77

22

Njörvasund

293

24

26

Egilshöll

51

16

15

Styrkur svifryks fyrstu klukkustundina árið 2020 var 317 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík. Til samanburðar var fyrsta klukkustundin árið 2019 985 míkrógrömm á rúmmetra og 2018 var hann 1.457 míkrógrömm á rúmmetra. Á síðasta áratug var hann hæstur árið 2010 eða 1.575 míkrógrömm.

Við Grensásveg fór styrkur svifryks 14 sinnum yfir sólarhringheilsuverndarmörk árið 2019 miðað við gögn en styrkur má fara 35 sinnum yfir mörk samkvæmt reglugerð þar um.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á loftgæði.is