Miklabraut í stokk, Borgarlína og heilsueflandi verkefni | Reykjavíkurborg

Miklabraut í stokk, Borgarlína og heilsueflandi verkefni

miðvikudagur, 31. janúar 2018

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins íbúafundar á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.00 um málefni Hlíða.  Hverfin innan borgarhlutans eru Norðurmýri, Hlemmur, Holt, Hlíðar og Öskjuhlíð.

  • Fundurinn verður haldinn á Kjarvalsstöðum
    Fundurinn verður haldinn á Kjarvalsstöðum
  • Íbúar í Hlíðum, Norðurmýri og Holtum eru hvattir til að sækja fundinn
    Íbúar í Hlíðum, Norðurmýri og Holtum eru hvattir til að sækja fundinn
  • Stemning í Hlíðunum
    Stemning í Hlíðunum

Farið verður yfir þjónustu borgarinnar, þróun hverfisins, fyrirhugaðar framkvæmdir og aðra uppbyggingu innan borgarhlutans sem afmarkast af Snorrabraut, Laugavegi, Kringlumýrarbraut og Fossvogi.  

Borgarstjóri mun kynna niðurstöður frummats um að setja Miklubraut í stokk og þá segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, frá Borgarlínu og hvernig hún mun bæta samgöngur í borginni. 

Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar, Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða segir frá heilsueflandi verkefni í hverfinu – Vítamín í Valsheimilinu.

Fyrirspurnir verða í lok fundar. Mögulegt er að senda spurningar fyrir fundinn á netfangið borgarstjori@reykjavik.is

Margrét M. Norðdahl verður fundarstjóri.

 

Þeir sem ætla að mæta á fundinn eru beðnir um að skrá sig á viðburð á Facebook 

Fundinum verður streymt á vefsíðu fundarins og á Facebooksíðu hennar