Miðborg – íbúafundur 12. apríl | Reykjavíkurborg

Miðborg – íbúafundur 12. apríl

þriðjudagur, 10. apríl 2018

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt opinn fund fyrir íbúa Miðborgarinnar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.

 • Miðborg – íbúafundur 12. apríl
  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stendur fyrir opnum fundi fyrir íbúa Miðborgarinnar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
 • Dagur B. Eggertsson fer yfir uppbyggingu í Miðborginni. Mynd: Reykjavíkurborg.
  Dagur B. Eggertsson fer yfir uppbyggingu í Miðborginni. Mynd: Reykjavíkurborg.
 • Helgi S. Gunnarsson frá Reginn sem byggir m.a. upp Hafnartorg. Mynd: Reykjavíkurborg.
  Helgi S. Gunnarsson frá Reginn sem byggir m.a. upp Hafnartorg talaði um uppbyggingu í miðborginni. Mynd: Reykjavíkurborg.
 • Fjölmargir mættu á íbúafundinn. Mynd: Reykjavíkurborg.
  Fjölmargir mættu á íbúafundinn. Mynd: Reykjavíkurborg.
 • Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður hjá umhverfis- og skipulagssviði fjallaði um Miðborg í mótun. Mynd: Reykjavíkurborg.
  Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður hjá umhverfis- og skipulagssviði fjallaði um Miðborg í mótun. Mynd: Reykjavíkurborg.
 • Tinna Jóhannsdóttir og Helgi S. frá Reginn fjölluðu um þá þjónustu sem verður á Hafnartorgi. Mynd: Reykjavíkurborg.
  Tinna Jóhannsdóttir og Helgi S. frá Reginn fjölluðu um þá þjónustu sem verður á Hafnartorgi. Mynd: Reykjavíkurborg.

Á fundinum fór borgarstjóri yfir málefni Miðborgarinnar, þjónustu borgarinnar og uppbyggingu.

Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður fjallaði um Miðborg í mótun og Helgi S. Gunnarsson og Tinna Jóhannsdóttir frá fasteignafélaginu Reginn fjölluðu um verslun og viðskipti í miðborginni og uppbygginguna á hinu nýja Hafnartorgi þar sem félagið stendur í framkvæmdum út frá sjónarmiðum félagsins og nýjustu straumum í smásölu og verslun. 

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, verkefnastjóri miðborgarmála var fundarstjóri.

Fundinum var streymt hér á síðunni og á facebook síðu Reykjavíkurborgar.

Glærur frummælenda

Dagur B. Eggertsson - Miðborgin

Helgi S. og Tinna - Reginn

Edda Ívarsdóttir - Miðborg í mótun