Menntastefnumót í maí

Skóli og frístund

""

Vorið 2021, eða þann 10. maí, verður efnt til heilsdagsráðstefnu í Hörpu, til að sýna það fjölbreytta þróunar- og nýsköpunarstarf sem unnið er á skóla- og frístundasviði borgarinnar. Ákvörðun um þennan viðburð var tekin á fundi skóla- og frístundaráðs 26. nóvember.

Menntastefnumótið verður liður í meta fyrstu skrefin í innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur Látum draumana rætast, og ákveða næstu skref.

Á menntastefnumótinu verður lögð áhersla á erindi og kynningar erlendra og innlendra sérfræðinga, menntabúðir og sýningu á þróunar- og nýsköpunarverkefnum skóla og frístundamiðstöðva. 

Menntastefnan Látum draumana rætast er til ársins 2030. 

Sjá menntastefna.is