Menntastefna til umfjöllunar á Öskudagsráðstefnu

Skóli og frístund

""

Um 450 grunnskólakennarar í borginni sóttu í dag árlega Öskudagsráðstefnu sem haldin var í Silfurbergi í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar var Menntastefna fyrir börn í borg og fjölluðu fyrirlesarar um helstu áhersluþætti stefnunnar. 

Fimm meginþættir nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar, sem unnið hefur verið að síðastliðið ár, eru læsi, félagsfærni, sköpun, sjálfsefling og heilbrigði. Dagskrá ráðstefnunnar tók mið af þeim og voru sérfræðingar í hverjum og einum þætti með skemmtilega fyrirlestra. Þá voru hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs afhent á ráðstefnunni, svo og Minningarverðlaun Arthurs Morthens. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti ráðstefnuna og fór yfir helstu áherslumál í stefnumótun um menntamál þar sem barnið sjálft er í brennidepli og samstarf og teymisvinna eru lykilorð. Góður rómur var gerður að fyrirlestrum og faglegum innblæstri áður en vetrarfrí grunnskólanna hefjast. 

Sjá dagskrá ráðstefnunnar.