Menningarganga í Reykjavík

Mannlíf Íþróttir og útivist

""

Talar þú ensku, pólsku, spænsku, filippseysku, arabísku eða litháísku? Langar þig að fá skemmtilega menningarleiðsögn á eitt af þessum tungumálum, hlusta á gríska kaffihúsatónlist og hitta heimsborgara í Reykjavík?

Fimmtudaginn 11. júlí kl. 20.00 verður boðið í fjöltyngdu menningargönguna Reykjavík Safarí í 11. skiptið. Lagt verður af stað frá Borgarbókasafninu við Tryggvagötu 15 og gengið verður á milli staða verður einnig bent á mikilvæg menningareinkenni borgarinnar eins og styttur og byggingar.

Gangan endar með samkomu í Borgarbókasafninu Grófinni þar sem hljómsveitin Syntagma Rembetiko spilar gríska kaffihúsatónlist. Reykjavik Safarí hefur notið mikilla vinsælda og er það vonin að sem flestir sem tala ofangreind tungumál taki kvöldið frá enda bæði fróðleg og fjörug kvöldstund framundan.Gangan er á vegum Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur og munu starfsmenn safnanna taka á móti hópunum. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.

Nánar um viðburðinn

Sjá viðburðinn á Facebook

Vefur Borgarbókasafnsins