Matstæki um þróun skólastarfs | Reykjavíkurborg

Matstæki um þróun skólastarfs

mánudagur, 12. mars 2018

Í dag verður haldin málstofa til að kynna nýtt matstæki sem mótað var í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og lærdómssamfélag.

  • Í Laugarnesskóla
    Nemendur ræða skólastarf
  • Matstæki um þróun skólastarfs
    Matstæki um þróun skólastarfs

Matstækið byggir á fyrri útgáfu frá árinu 2004, niðurstöðum úr rannsókninni Starfshættir í grunnskólum og ytra mati í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur matstækið einnig skírskotu í nýja stefnu Reykjavíkurborgar í skólamálum sem er í mótun.

Á málstofunni sem haldin er í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð 12. mars kl. 15.30-16.30 verður matstækið kynnt og rætt í ljósi þess hvernig best er að hagnýta það.

Upptaka frá málstofunni verður á vefslóðinni: : http://menntavisindastofnun.hi.is/node/150