Markaðsverð á leigu við Hlemm metið af þremur fasteignasölum | Reykjavíkurborg

Markaðsverð á leigu við Hlemm metið af þremur fasteignasölum

miðvikudagur, 7. nóvember 2018

Vegna frétta af lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi vill Reykjavíkurborg halda til haga eftirfarandi staðreyndum.

  • Frá Hlemmi Mathöll.
    Mathöllin á Hlemmi hefur notið vinsælda síðan hún opnaði síðsumars 2017.

Leiguverð Mathallar á Hlemm var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Umhverfi á Hlemm þótt á þeim tíma ekki vera borgarprýði og þörf á því að lyfta svæðinu upp. Óhætt er að segja að það markmið hafi náðst þar sem nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýna mikla umferð um svæðið auk þess fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðsvegar um borgina í kjölfar þessa frumkvöðlaverkefnis.

Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.

Reykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn.

Í tengslum við samninga við Sjávarklasann um þróun og rekstur Mathallarinnar voru þrír löggiltir fasteignasalar, sem allir hafa mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni, fengnir til að leggja mat á útleiguverð fasteignarinnar. Með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum.Leiguverðið tók þar mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina.

Húsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107 var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. 

Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Þar með var

Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. 

Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði.

Jöfur leiguverðmat

Eignamiðlun leiguverðmat

Kjöreign leiguverðmat