Mannkostamenntun

Skóli og frístund

""

Mannkostamenntun er yfirskrift árlegrar Öskudagsráðstefnu fyrir grunnskólakennara í borginni sem haldin verður 6. mars nk. frá klukkan 13:00-16:00 í Silfurbergi í Hörpu.

Á ráðstefnunni er lögð áhersla á ýmsar hagnýtar leiðir og aðgerðir til að vinna að grundvallarþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Fimm grundvallarþættir stefnunnar eru félagsfærni, sjálfsefling, heilbrigði, læsi og sköpun. Kynnt verða athyglisverð verkefni í grunnskólum í þremur fyrirlestrum.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Tom Harrison, stjórnandi menntaþróunar í Jubilee Center for Character and Virtues í Birminghamháskóla. Hann mun fjalla um mannkostamenntun (character education) sem Jubilee Center for Character and Virtues hefur verið í forystu með að þróa.

Þá verða hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs afhent á ráðstefnunni og einnig Minningarverðlaun Arthurs Morthens sem verða nú afhent í þriðja sinn fyrir grunnskólastarf i samræmi við stefnu um skóla án aðgreiningar. 

Dagskrá ráðstefnunnar:

Móttaka og kaffiveitingar

Setning: Rut Indriðadóttir, kennari í Ölduselsskóla

Af fuglum og flugum
Hjörleifur Hjartarson, rithöfundur, tónlistarmaður og fyrrverandi barnakennari

Athyglisverð verkefni í grunnskólum;

Vegferð Melaskóla í að verða Réttindaskóli UNICEF

Emma Ævarsdóttir, kennari í Melaskóla.

Sprellifix – Smiðjan í skapandi skólastarfi

Hjalti Halldórsson, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir og

Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennarar í Langholtsskóla.

Nemendur vinna með hæfniviðmið

Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla.

Afhending Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2019  og Minningarverðlaun Arthurs Morthens 2019

Mannkostamenntun – Character Education: taught, caught and sought
Tom Harrison, stjórnandi menntaþróunar í Jubilee Center for Character and Virtues í Birminghamháskóla.

Ráðstefnustjóri: Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu SFS

Meira um fyrirlestrana