Málþing um gildi félagsauðs á hverfisgrunni

Mannlíf Menning og listir

""

Hverfisstjóri Breiðholts boðar til málþings um félagsauð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi miðvikudaginn 5. júní kl. 14.00 - 16.00. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.

Á málþinginu verða flutt erindi þar sem fjallað er m.a. um þau verðmæti sem felast í félagsauði (Social Capital) og hvaða þýðingu félagsauður hefur fyrir samfélagið. Sérstaklega verður nærsamfélagið í brennidepli og hvernig stuðla megi að félagsauði á hverfisgrunni. Fjallað verður um hvernig megi mæla félagsauð innan samfélaga.

Tilefni málþingsins er tilraunaverkefni í Breiðholti sem borgaryfirvöld ýttu úr vör í upphafi árs 2012. Því verkefni er ætlað að styrkja þjónustu borgarinnar við íbúa Breiðholts og m.a að stuðla að auknum félagsauði í hverfinu.

Dagskrá:

14.00 – 14.20  Sjöfn Vilhelmsdóttir stjórnmálafræðingur og doktorsnemi.

14.20 – 14.40  Jón Gunnar Berneburg prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

14.40 – 15.00  Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur við Hagstofu Íslands.

15.00 – 15.20  Kaffi.

15.20 – 16.00  Pallborðsumræður: Sjöfn Vilhelmsdóttir, Jón Gunnar Berneburg, Kolbeinn Stefánsson,
                      Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri Breiðholts og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi.