Málþing: Hvað er almannarými?

Menning og listir

""

Málþingið fer fram á Kjarvalsstöðum þann 6. apríl 2019 frá klukkan 13:00 til 14:30. Það er haldið í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er hluti af áherslu Listasafns Reykjavíkur árið 2019 á list í almannarými. Þetta er fyrsta málþingið af þremur sem skipulögð eru í vor sem fjalla öll á ólíkan hátt um list í almannarými.

Á málþinginu verður varpað fram þeirri spurningu um hvað það er sem skilgreinir almannarými. Hvaða gildi hefur almannarými fyrir fólk og hvað hefur áhrif á mótun þess? Rætt verður um rétt til afnota og þær ólíku hugmyndir sem hafðar eru að leiðarljósi þegar opinberir aðilar taka afstöðu til mótunar almannarýmis.

Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður
Almannarými: áhrif og ávinningur

Anna María Bogadóttir, arkitekt og úrbanisti

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
Dúfur og þjófar

Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður 
Sjónarhorn listamanns

Fundarstjóri: Gunnar Hersveinn, rithöfundur

Sætafjöldi er takmarkaður svo við mælum með að gestir mæti tímanlega.

Málþingin sem eru framundan:
27. apríl – Deilur um list í almannarými.
18. maí – Þróun og framtíð listar í almannarými

Ókeypis aðgangur.

Facebook viðburður