Lyfjanotkun ungmenna

Velferð Skóli og frístund

""

Náum áttum fjallar að þessu sinni um lyfjanotkun ungmenna, íslenskur veruleiki sem taka þarf á. Fundurinn er miðvikudaginn 10. október frá 8.15 til 10.00 á Grand hóteli og morgunhressing er innifalin í verði.

Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, fjallar um lyfjatengd andlát á Íslandi, sérstöðu Íslands og aðgerðir gegn misnotkun lyfja.

Ungmenni og fíknisjúkdómar heitir erindi Víðis Sigrúnarsonar, geðlæknis hjá SÁÁ.

Að lokum fjalla þær Anna Sif Jónsdóttir og Berglind Hólm Harðardóttir frá Olnbogabörnum um olnbogabörn og aðstandendur ungmenna í áhættuhegðun og neyslu.

Fundarstjóri að að þessu sinni er Árni Einarsson.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni https://naumattum.is/ Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Auglýsing fyrir morgunverðarfundinn