Lokadagar hugmyndasamkeppni- hver er þín tillaga?

Skóli og frístund Velferð

Frestur til að skila inn hugmynd í nafnasamkeppnina er út sunnudaginn 13. mars.

Nokkur hundruð tillögur hafa nú borist í nafnasamkeppni fyrir fjórar miðstöðvar í hverfum borgarinnar, þar sem fram fer margþætt velferðar,- skóla- og frístundaþjónusta. Enn hafa hugmyndaríkir borgarbúar og aðrir þó frest til að skila inn hugmyndum, eða út sunnudaginn 13. mars. Hægt er að senda inn hugmyndir fyrir eina miðstöð, allar fjórar eða heiti fyrir allar stöðvarnar og þjónustuna sem heild. Allar hugmyndir eru vel þegnar og ef þú lumar á hugmynd máttu gjarnan senda hana inn hér.

Í miðstöðvunum fjórum verður unnið að verkefninu Betri borg fyrir börn en það miðar að því að þétta og stórauka samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs borgarinnar í anda nýrra farsældarlaga. Markmiðið er að færa alla þjónustu nær notendum og samhæfa hana svo hún nýtist börnum og fjölskyldum þeirra sem allra best. 

Miðstöðvarnar fjórar eru á eftirfarandi stöðum: 

·        Í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum

·        Í Laugardal og Háaleiti

·        Í Breiðholti

·        Í Árbæ og Grafarholti / Grafarvogi og Kjalarnesi 

Þær tvær síðastnefndu voru nýverið sameinaðar og er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir þær. Áhugasamir geta lesið meira um það hér.

Til þessa hafa miðstöðvarnar kallast þjónustumiðstöðvar en nú þegar hlutverk þeirra hefur breyst með aukinni nærþjónustu og samstarf velferðarsviðs við skóla- og frístundasvið eykst til muna, þykir ástæða til að endurnefna þær í ljósi nýrra markmiða.   

Hér getur þú lesið meira um samkeppnina og skilað inn þínum hugmyndum.