Loftslagsviðurkenning 2019 - tilnefningar óskast

Samgöngur Umhverfi

""

Leitað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu fyrir árið 2019.

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning. Tilnefningarnar geta verið frá aðilunum sjálfum eða öðrum. Óskað er eftir rökstuðningi með tilnefningunni og bent skal á að hægt er að styðjast við eyðublað á vefsíðunni reykjavik.is/loftslagsvidurkenning.

Tillögur þurfa að berast fyrir 29. október 2019 merktar „Loftslagsviðurkenning 2019“ á netfangið usk@reykjavik.is eða með pósti til Reykjavíkurborgar, Borgartún 12 – 14, 105 Reykjavík. Viðurkenningin verður afhent á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu 29. nóvember 2019.

Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/loftslagsvidurkenning

Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu er viðurkenning á framlagi til loftslagsmála. Dómnefndin byggi val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og setja fram nýjar lausnir í loftslagsmálum.

Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn 2017. Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru:

2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA.
2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.

Tenglar

Upplýsingar um loftslagsviðurkenninguna