Loftslagsmál – hvað getum við gert? | Reykjavíkurborg

Loftslagsmál – hvað getum við gert?

þriðjudagur, 9. febrúar 2016
Borgin stendur fyrir umræðufundi um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum 9. febrúar klukkan 20:00. Allir velkomnir.
  • Borgin við sundin. Ljósmynd/Páll Stefánsson
Hvarvetna í heiminum finna ríki, borgir, fyrirtæki og einstaklingar fyrir hvatningu til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þjóðir heims skuldbundu sig á loftslagsfundinum í París á síðasta ári til að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður. Fjöldi sveitarfélaga, borga, fyrirtækja, félagasamtaka og fjárfesta settu einnig fram markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Spurningin er: Hvað geta ríki gert, borgir, fyrirtæki og einstaklingar til að styðja við þessa skuldbindingu?

Borgin, heimkynni okkar 

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs, stendur, af þessu tilefni, fyrir umræðufundi um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum 9. febrúar klukkan 20. Fundurinn er í röðinni, Borgin, heimkynni okkar, en markmiðið er að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt samhengi. Fundirnir hafa verið mjög vel sóttir, bæði af fagfólki og áhugafólki um skipulag og umhverfi borgarinnar. Rætt er á mannamáli út frá skemmtilegum sjónarhornum um brýn efni. Þetta er fyrsti fundurinn á þessu misseri 2016.

Hvað getum við gert?

Frummælendur kvöldsins ásamt Hjálmari Sveinssyni eru Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræðumvið Háskóla Íslands, Ketill Magnússon heimspekingur og framkvæmdastjóri Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja og Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Þau munu flytja örstutt erindi og ræða síðan saman um efnið og eftir það verður opnað fyrir almennar umræður.
 
Þetta er níundi fundurinn í fundarröð sviðsins en fyrri fundir eru:  Hver á borgina? Er borgin heilsusamleg? Á að sameina sveitarfé lögin á höfuðborgarsvæðinu? Hver eru áhrif borgarumhverfis á hamingjuna?  Hvaða máli skiptir náttúran í borgarumhverfi?  Fyrir hverja er miðborgin? Vinsamleg borg fyrir börn og unglinga. Er miðborgin fyrir ferðamenn, íbúa eða alla? Hægt er að horfa á nokkra af fundunum á vefsvæðinu netsamfelag.is til dæmis þann um fyrir hverja miðborgin sé.
 
Velkomin, kaffi á könnunni og stemning í kaffihúsinu þar sem fundurinn fer fram.
 
Tengill