Lóðir við Lambhagaveg og Mýrargötu boðnar út

Skipulagsmál Framkvæmdir

""

Reykjavíkurborg auglýsti nýverið til sölu byggingarrétt á Lambhagavegi 19 þar sem heimilt  er að byggja íbúð, gróðurhús og þjónustubyggingar og Mýrargötu 18 en þar er heimilt að byggja íbúðir og atvinnuhúsnæði. Tilboðsfrestur rennur út á morgun, 4. mars.

Lóðin Mýrargata 18 er við Hlésgötu í Vesturbugt. Þar er heimilt að byggja 620 fermetra hús á þremur hæðum auk kjallara. Skilyrði er að á jarðhæð sé atvinnustarfsemi, en á efri hæðum er heimilt að hafa hvort heldur íbúðir eða atvinnustarfsemi.  Byggingarréttur heimilar þó ekki hótelrekstur.

Á Lambhagavegi 19 er byggingarheimild fyrir alls 2.474 fermetrar og nær hún til íbúðarhúss, gróðurhúss og þjónustubygginga, en þar er átt við skemmur, áhaldahús og pökkunarhús. Íbúðarhúsnæði má ekki fara yfir 500 fermetra og þjónustubyggingar ekki yfir 592 fermetra. Á þeim fermetrum sem eftir standa er heimilt að byggja gróðurhús.

Nánari upplýsingar um þessar og fleiri lóðir má finna á lóðavef  reykjavik.is/lodir