Lóðir fyrir atvinnuhúsnæði að Gylfaflöt og Krókhálsi

Skipulagsmál

""
Byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði við Gylfaflöt og á Krókhálsi hefur verið boðinn til sölu á lóðavef Reykjavíkurborgar.
Við Gylfaflöt eru boðnar sex lóðir og er minnsta lóðin rúmir 1.700 fermetrar og sú stærsta tæpir 3.000 fermetrar. Leyfilegt byggingarmagn á hverri lóð er frá 900 fermetrum til rúmlega 1.800 fermetrar.  Stærð lóðarinnar við Krókháls 7a er tæplega 6.000 fermetrar og er heildarbyggingarmagn á lóðinni tæpir 4.000 fermetrar. 
 
Einungis lögaðilar sem geta sýnt fram á jákvæða eiginfjárstöðu og eru í skilum með opinber gjöld geta gert tilboð í byggingarrétt. 

Skila skal skriflegu kauptilboði til þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 7. apríl 2016.  Hálftíma síðar verða tilboð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.