Lóðasala síðasta árs yfir væntingum

fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Gengið hefur verið frá samningum í framhaldi af útboði byggingaréttar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási fyrir 504 milljónir.  Önnur lóðasala í fyrra nam 718 milljónum og samtals voru því lóðir seldar fyrir rúmar 1.200 milljónir króna, sem er yfir væntingum.  

  • Úlfarsárdalur.
    Úlfarsárdalur á góðum degi. Teikning úr auglýsingu Reykjavíkurborgar.

Í útboðinu sem lauk síðasta sumar bárust gild tilboð fyrir rúman milljarð. Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem fer með lóðasölu í Reykjavík,  segir margar skýringar vera á þessum mun tilboða og seldra lóða.  „Menn hætta við af ýmsum ástæðum.  Í sumum tilfellum var fjármögnun ekki klár og einnig gerðu sumir tilboð í margar eignir, en ganga svo aðeins að hluta samþykktra tilboða,“ segir Magnús.

Lóðasala í Reykjavík á síðasta ári var engu að síður yfir væntingum, að sögn Magnúsar.  Auk útboðsins voru seldar lóðir á föstum verðum fyrir 718 milljónir og því er heildarsala byggingarréttar 2013 að meðtöldum gatnagerðargjöldum um 1.200 milljónir króna.  Byggingarréttur var seldur fyrir 201 íbúð.  Hlutfall atvinnuhúsnæðis í heildarsölu er 22%.   


Útboð í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási – frágengnir samningar:

Götuheiti   Söluverð:
Skyggnisbraut 26 - 30
Skyggnisbraut 14-18 og Friggjarbrunnur 42 - 44
Haukdælabraut 76
Haukdælabraut 106
Haukdælabraut 110
Haukdælabraut 68
Haukdælabraut 22 - 30
Urðarbrunnur 72 - 74
Urðarbrunnur 17
Úlfarsbraut 16
Haukdælabraut 78 - 92
141.000.000 kr.
172.666.666 kr.
12.600.000 kr.
12.400.000 kr.
12.050.000 kr.
13.400.000 kr.
38.600.000 kr.
15.300.000 kr.
12.354.000 kr.
12.121.000 kr.
62.400.000 kr.
Samtals söluverð í útboði: 504.891.666 kr.

Útboðsverð voru að meðaltali 8% yfir lágmarksverði. Sjá nánar í samantektartöflu: Skoða lista yfir seldar lóðir.

 

Úthlutanir á föstum verðum:

Götuheiti   Söluverð:
Haukdælabraut 98
Hádegismóar 1 og 3
Skyggnisbraut 2  -6
Skyggnisbraut 8 - 12
11.100.000 kr.
266.080.032 kr.
225.400.000 kr.
216.200.000 kr.
Samtals söluverð á föstum verðum: 718.780.032 kr.

 


Nánari upplýsingar:

Listi yfir seldan byggingarrétt:  pdf skjal.