Ljósin tendruð á Reykjavíkurtrénu í Þórshöfn í Færeyjum

Menning og listir Mannlíf

""

Jólaljósin voru tendruð á Reykjavíkurtrénu á Tinghúsvellinum í Þórshöfn sl. laugardag.

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi var viðstödd tendrunina og færði Þórshafnarbúum jólatréð að gjöf. Jólatréð sem um ræðir var fellt í Heiðmörk á ræktunarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í desember og sá Eimskip um að flytja tréð til Færeyja. Tréð er gjöf frá Reykjavíkurborg og er þakklætisvottur fyrir frændsemi þjóðanna tveggja.

Þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavíkurborg færir Þórshöfn jólatré að gjöf. 

Jólatréð stendur nú upplýst á Tinghúsvellinum, torgi í miðborg Þórshafnar, og var margmenni samankomið við athöfnina í gær.

Annika Olsen, borgarstjóri Þórshafnar, þakkaði reykvíkingum kærlega fyrir gjöfina og sagði þetta góðan jólasið sem myndi styrkja enn frekar samstarf og vinsemd millil borganna tveggja. Hún bað fyrir kveðju til reykvíkinga með þökkum fyrir fallegt tré. :

" Fari at takka henni, reykjavíkingum og øllum íslendingum fyri hesa gávu og ynski við hesum okkara grannum eini gleðilig jól og gott nýggjár".

Sjá nánar á heimasíðu Þórshafnar.