Ljóðræn stefnumót í handgerðri bók | Reykjavíkurborg

Ljóðræn stefnumót í handgerðri bók

mánudagur, 18. júní 2018

Bókmenntaborgir UNESCO sameinuðust um gerð ljóðabókarinnar Poetic Encounters í tilefni tólfta ársfundar Samstarfsnets skapandi borga UNESCO

  • Ljóðskáldin Bragi Ólafsson og Soffía Bjarnadóttir fulltrúar íslands í gerð ljóðabókarinnar Poetic encounters
    Ljóðskáldin Bragi Ólafsson og Soffía Bjarnadóttir fulltrúar íslands í gerð ljóðabókarinnar Poetic encounters

Í tilefni ársfundar Samstarfsnets skapandi borga UNESCO í Kraká og Katowice í Póllandi í júní  2018 tók Bókmenntaborgin Reykjavík þátt í ljóðaverkefninu Poetic Encounters sem Bókmenntaborgin Heidelberg í Þýskalandi og Handverksborgin Fabriano á Ítalíu áttu frumkvæði að. Það fólst í því að útbúa handgert safnrit með ljóðum skálda frá Bókmenntaborgum UNESCO til að fagna orðlistinni og minna á mikilvægi bókmennta og tungumála í heimsmenningunni.

51 skáld sameinast í handgerðri bók

Fimmtíu og eitt skáld frá 27 Bókmenntaborgum koma saman í bókinni og leggja þar lið þeim samstarfsanda sem liggur til grundvallar Samstarfsneti skapandi borga UNESCO. Um leið er fjölbreytileika tungumála heimsins fagnað með ljóðum frá öllum heimshornum sem rituð eru á móðurmáli hvers skálds. Bókin er tileinkuð fólki um allan heim sem trúir á mátt orðlistarinnar og styður frelsi til tjáningar og hugsana. Ljóðin eru öll rituð eigin hendi af skáldunum á handgerðan folio pappír frá Fabriano, sem er ein af Handverks- og alþýðulistaborgum UNESCO. Pappírinn var sendur frá Fabriano til Heidelberg og þaðan til Bókmenntaborganna víða um heim og fór hann svo aftur til Fabriano eftir að skráldin höfðu ritað ljóð sín, hvert á  sína örk. Í Fabriano var bókin bundin inn í leðurband og er allur frágangur hennar í samræmi við ævagamalt handverk.

Borgarstjórar Krakár og Katowice tóku við þessum einstaka gripi úr höndum borgarstjóra Heidelberg og Fabriano á ársfundi Samstarfsnets skapandi borga UNESCO sem var dagana 11. – 15. júní síðastliðinn, sem var nú haldinn í tólfta sinn.

Skáldin Bragi Ólafsson og Soffía Bjarnadóttir fulltrúar Íslands

Það er okkur hjá Bókmenntaborginni Reykjavík einstakt fagnaðaefni að geta tekið þátt í þessu fallega verkefni sem er birtingarmynd þeirrar sannfæringar að listin byggi brýr milli tungumála og menningarheima.

Íslensku skáldin sem lögðu ljóð til verksins eru Bragi Ólafsson og Soffía Bjarnadóttir. Ljóð Braga er „Tuttugu línur um borgina“ sem fyrst kom út í bókinni Ljóð í leiðinni sem Meðgönguljóð gaf út 2013 í tilefni Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg og kom aftur út í ljóðabók Braga Öfugsnáði (Bjartur, 2017) og ljóð Soffíu er úr bálknum „Ég er hér“ sem kom út í samnefndri ljóðabók hennar hjá Máli og menningu 2017. Ljóðin skrifuðu þau í Gröndalshúsi sl. og var sá gjörningur festur á filmu. Myndbandið má sjá á vef Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur og einnig er þar að finna stutt myndband um verkefnið í heild sem var unnin í Tel Aviv Margmiðlunarborg UNESCO. Í því myndbandi er tónlist frá Mannheim Tónlistarborg UNESCO, tónlistin er úr verkefninu „Mix the City – Mannheim“ sem unnið var fyrir ársfundinn núna í júní og frumflutt í Katowice.

Ljóðabókin varðveitt í Kraká

Ljóðabókin Poetic Encounters verður varðveitt í Bókmenntaborginni Kraká en rafræn útgáfa með ljóðunum á frummálum og í enskum þýðingum verður aðgengileg á vef Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur innan skamms. Meg Matich þýddi ljóð Soffíu á ensku og Lytton Smith þýddi ljóð Braga.

Eftirtalin ljóðskáld eiga ljóð í bókinni:

 

Mohammed Hussein Al Yaseen (Baghdad)

Emily Zoey Baker (Melbourne)

Soffía Bjarnadóttir (Reykjavík)

Matilde Camphilo (Óbidos)

Claudia Castro Luna (Seattle)

Eiléan Ni Chuilleanáin (Dublin)

Jacques Côté (Québec City)

Maurizio Cucchi (Mílanó)

Nuala Ní Dhomhnaill (Dublin)

Carol Ann Duffy (Manchester)

Ralph Dutli (Heidelberg)

Fatemeh Ekhtesari (Lillehammer)

Mireille Gagné (Québec City)

Rhian Gallagher (Dunedin)

Sergei Gogin (Ulyanovsk)

Lauren Haldeman (Iowa City)

Helena Janeczek (Mílanó)

Jakub Kornhauser (Kraká)

Onno Kosters (Utrecht)

Hasso Krull (Tartu)

Ko Kyungsook (Bucheon)

Małgorzata Lebda (Kraká)

Christine De Luca (Edinborg)

John McAuliffe (Manchester)

Christopher Merrill (Iowa City)

Pedro Mexia (Óbidos)

Gcina Mhlope (Durban)

Tomáš Míka (Prag)

Ángeles Mora (Granada)

Bragi Ólafsson (Reykjavík)

Maarja Pärtna (Tartu)

Ana Pepelnik (Ljubljana)

Ruby Pinner (Norwich)

Jakub Řehák (Prag)

Anastacia-Reneé (Seattle)

José Carlos Rosales (Granada)

Andrej Rozman Roza (Ljubljana)

Marjana Sarka (Lviv)

Gigory Semenchuk (Lviv)

Alan Spence (Edinborg)

George Szirtes (Norwich)

Marion Tauschwitz (Heidelberg)

Terje Thorsen (Lillehammer)

Gala Uzryutova (Ulyanovsk)

Hanneke van Eijken (Utrecht)

Chris Wallace-Crabbe (Melbourne)

Rory Waterman (Nottingham)

Georgina Wilding (Nottingham)

Iona Winter (Dunedin)

Ester Xargay (Barcelona)

David Ymbernon (Barcelona)

 

Eftirtaldir þýðendur þýddu ljóð á ensku:

Sa’ad al-Hasani

Paul-Henri Campbell

Míriam Cano

Vitaliy Charnetsky

Marina Espasa

Hossein Fallah

Go Chang Soo

Katia Grubisic

Olivia Hellewell

Bernie Higgins

Ross Howard

Michele Hutchison

Brandon Lussier

W. Martin

Meg Matich

Amos Mattio

Askold Melnychuk

Tomáš Míka

Sadek R. Mohammed

Ana Pepelnik

Frederika Randall

Paula Ribeiro

Rod Rojas

Lytton Smith

Pablo Strauss

Jayde Will

Elżbieta Wójcik-Leese

Listamenn og aðstandendur verkefnis í Fabriano:

Museu della Carta e della Filigrana - Paper and Watermark Museum

Verkefnastjóri: Giorgio Pellegrini

Pappírsgerð: Luigi Mecella, Roberto Rapanotti, Federico Salvatori

Skrautritari: Maestro Amanuense Malleu

Bókband: Giuseppe Baldinelli