Litrík gleðiganga barna í Laugardal

Gleðiganga barna í leikskólanum Hofi og 1. og 2. bekk Laugarnesskóla

Börn í leikskólanum Hofi, leikskólanum Laugasól og 1. og 2. bekkur í Lauganesskóla gengu gleðigöngu í Laugardalnum í morgun.

Líf og fjör í regnbogaviku

Þau gengu úr skólunum og að Þvottalaugunum í Laugardal þar sem þau sungu lög.

Í Hofi hófst Regnbogavika á þriðjudaginn þegar börnin fóru í ferð niður í miðbæ til að skoða regnbogagötuna og Hallgrímskirkju. Góða veðrið var svo nýtt til að grilla pylsur í hádeginu.

Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna '78 ræddi svo í gær við tvo elstu árgangana um hvernig við getum verið allskonar og hvernig fjölskyldur geta verið allskonar. Bækur voru lesnar og málefni allskyns fjölskyldna rædd. Þá bjuggu börnin til skraut og skólinn skreyttur með regnbogafánum. 

Starfsstaðirnir fengu nýverið regnbogavottun og þessi vika valin til að vekja athygli á hinsegin málefnum en 17. maí er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks.