Listaverk á göngugötum

Borgarhönnun Göngugötur

""

Göngugötur í miðborginni hafa fengið jákvæð viðbrögð frá þeim sem hafa sótt borgina heim að undanförnu. Göturnar hafa verið málaðar á skemmtilegan hátt, sem hefur vakið mikla athygli og búið til nýja nýtingu á þeim fyrir alla aldurshópa.

Markmiðið var að skapa leik í borginni en það hefur heppnast en þarna er meðal annars að finna hlaupabraut, parís og ýmsar skemmtilegar fígúrur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það er listamaðurinn Brynjar Ingi Lyngberg Andrésson, sem gerði grafískar útfærslur af þessum verkum í samstarfi við borgarhönnuð hjá Reykjavíkurborg.

Enn fremur eru rekstraraðilar farnir að færa sig út á göturnar í meira mæli og hafa tekið þátt í að skapa þetta líf sem hefur myndast og ýtt undir jákvæða upplifun borgarbúa og gesta.

Með þessum skreytingum er líka verið að stækka rýmið fyrir virka ferðamáta á meðan það er ekki samfellt yfirborð á milli húsa.

Hægt er að lesa meira um göngugöturnar hér.