Lista-, leikja- og áningartorg á Klambratúni | Reykjavíkurborg

Lista-, leikja- og áningartorg á Klambratúni

fimmtudagur, 13. september 2018

Nýtt torg á Klambratúni er tilbúið. Aðalhönnuður þess er Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi. Torgið opnar möguleika á að færa mannlífið á Klambratúni inn á Kjarvalsstaði og starfssemi safnins út undir bert loft.

 • Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, sem stýrði hönnun torgsins
  Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, sem stýrði hönnun torgsins
 • Torgið tengir listasafnið og kaffihúsið betur við Klambratún og mannlífið í garðinum. Ljósmyndari: Þráinn Hauksson
  Torgið tengir listasafnið og kaffihúsið betur við Klambratún og mannlífið í garðinum. Ljósmyndari: Þráinn Hauksson
 • Teikningar af nýja torginu
  Teikningar af nýja torginu
 • Stallurinn framan við safnabygginguna var ýktur og með því skapaðist skjólgóður áningarstaður
  Stallurinn framan við safnabygginguna var ýktur og með því skapaðist skjólgóður áningarstaður og torg sem nýtist fyrir stóra og smáa viðburði. Ljósmyndari: Þráinn Hauksson
 • Torgið gefur möguleika á að færa mannlífið á túninu inn á Kjarvalsstaði og fjölbreytta starfssemi safnins út undir bert loft.
  Torgið gefur möguleika á að færa mannlífið á túninu inn á Kjarvalsstaði og fjölbreytta starfssemi safnins út undir bert loft. Ljósmynd: Þráinn Hauksson

Ólöf Krist­ín Sig­urðardótt­ir, safn­stjóri Lista­safns Reykja­vík­ur, seg­ir til­komu torgs­ins tengja safnið bet­ur við Klambra­tún og að í framtíðinni muni það verða nýtt með margvíslegum hætti í sýningarstarfinu. 

Torgið er hannað með með listrænu yfirbragði sem endurspeglar hönnun Kjarvalsstaða sem teiknaðir voru af Hann­esi Kristni Davíðssyni, arkitekt, en safnið er orðið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Steyptir setstall­ar við torgið eru gerðir úr sjónsteypu sem er einmitt eitt helsta sérkenni safnsins.

Stærsti stallurinn framan við safnabygginguna skapar skjólgóðan áningarstað og viðburðatorg sem nýtist fyrir stórar og minni uppákomur, óháða og í beinum tengslum við starfsemi listasafnsins.