Lífveruleit í Laugardalnum á Vísindavöku

Skóli og frístund Umhverfi

""

Grasagarður Reykjavíkur og Reykjavík iðandi af lífi taka þátt í Vísindavöku Rannís 2018 sem haldin verður í Laugardalshöllinni föstudaginn 28. september frá kl. 16:30-22. Borgarbókasafnið verður með tilraunaverkstæði á vökunni. 

Þessir fulltrúar frá Reykjavíkurborg á Vísindavökunni, Grasagarðurinn og Reykjavík iðandi af lífi, bjóða gestum vökunnar í lífveruleit í Laugardalnum. Lífveruleit er íslensk þýðing á „Bioblitz“ sem er vinsæll fræðslu- og upplifunarviðburður í borgum erlendis þar sem þátttakendur kynnast lífverum og náttúru með eigin athugunum á vettvangi.

Lífveruleit fellur undir almenningsvísindi „Citizen Science“  þar sem allir geta verið vísindamenn!

Borgarbókasafnið tekur einnig þátt í vísindavöku og er með tilraunaverkstæði þar sem gestir fá aðgang að opnu rými til að prófa sig áfram, skapa og uppgötva nýja hluti. Slíkt tilraunaverkstæði er að finna í Gerðubergi þar sem gestir, ungir sem aldnir, geta forritað og fiktað, til dæmis með makeymakey dóti, 3D prentara og vínylskera. 

Vísindavaka er skemmtilegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindafólk og kynnast viðfangsefnum þess á lifandi og gagnvirkan hátt. Vísindavakan er evrópskt verkefni og styrkt af Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB og er haldin á sama tíma í yfir 300 borgum og bæjum um alla Evrópu.

Þátttaka er ókeypis á Vísindavöku og allir velkomnir.

www.visindavaka.is

www.grasagardur.is

Reykjavík iðandi af lífi

Bioblitz