Lið Reykjavíkur rennur í mark | Reykjavíkurborg

Lið Reykjavíkur rennur í mark

mánudagur, 2. júlí 2018

Reykjavíkurborg átti einvala lið sem keppti í Wow Cyclothon í síðustu viku. Liðið kom í mark við Hvaleyrarvatn á föstudagskvöld eftir tveggja sólarhringa stífa keyrslu. 

 • Hjólreiðagarpurinn Guðmundur B. Friðriksson kemur í mark og fagnar vel.
  Hjólreiðagarpurinn Guðmundur B. Friðriksson kemur í mark og fagnar vel.
 • Team Reykjavík var alvöru lið skipað einvala liði frá ýmsum sviðum og skrifstofum borgarinnar.
  Team Reykjavík var alvöru lið skipað einvala liði frá ýmsum sviðum og skrifstofum borgarinnar. FV. Harpa Hrund, Lóa Birna, Una Þorgilsdóttir, Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Óskar Sandholt, Melkorka Jónsdóttir, Björgvin Jóhann, Guðmundur B., Guðjón Örn og Anna Kristín.
 • Lóa Birna Birgisdóttir, Stefán Eiríksson borgarritari og Sigurbjörg Fjölnisdóttir frá velferðarsviði
  Lóa Birna Birgisdóttir, Stefán Eiríksson borgarritari og Sigurbjörg Fjölnisdóttir frá velferðarsviði
 • Alexandra, Harpa Hrund, Lóa Birna og Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar.
  Hlýjar móttökur. Alexandra, Harpa Hrund, Lóa Birna og Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar.

Það ríkti mikil gleði við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þegar hjólalið Reykjavíkurborgar, Team Reykjavík, kom í mark á föstudagskvöldið 29, í Wow Cyclothon hjólreiðakeppninni. Tíu manna lið Reykjavíkurborgar hafði þá hjólað í striklotu hringinn í kringum landið og túrinn rétt undir tveimur sólarhringum.

Stefán Eiríksson borgarritari var mættur ásamt fríðu föruneyti til að taka á móti liðinu en það skipuðu einstaklingar frá mörgum sviðum og skrifstofum borgarinnar. Þau sem skipuðu liðið eiga þakkir skildar fyrir að vekja athygli á Reykjavík sem einum vinnustað auk þess sem hjólreiðar eru vaxandi á höfuðborgarsvæðinu jafnt sem íþróttagrein og til samgangna.

Team Reykjavík var skipað Önnu Kristínu Pétursdóttur frá skóla- og frístundasviði, Björgvini Jóhanni Jónssyni frá velferðarsviði, Guðjóni Erni frá velferðarsviði, Guðmundi B. Friðrikssyni frá umhverfis- og skipulagssviði, Hörpu Hrund Berndsen frá mannauðsdeild, Lóu Birnu Birgisdóttur verkefnastjóra hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Melkorku Jónsdóttur frá velferðarsviði, Óskari Sandholt frá skrifstofu þjónustu og reksturs, Sigurbjörgu Fjölnisdóttur frá velferðarsviði og Unu Þorgilsdóttur frá skóla og frístundasviði