Léttum á umferðinni - málþing á föstudag

Samgöngur Umhverfi

""

Opið málþing um samgöngur og borgarhönnun í Reykjavík verður haldið í Tjarnarsal ráðhússins föstudaginn 29. mars kl. 9-11. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:30.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur opnunarerindi en á eftir ávarpi hans koma kynningar um nokkur mikilvæg verkefni:

1.       Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023
Ný heildarsýn í umferðaröryggismálum í Reykjavík – markmið og áherslur
-  Höskuldur Kröyer, Trafkon
 

2.       Borgarlína – undirbúningur og fyrstu áfangar
Staða undirbúnings Borgarlínu, verkefnin framundan og áfangaskipting framkvæmda
- Bryndís Friðriksdóttir, Vegagerðin
 

3.       Micromobility: Lítil tæki fyrir stuttar ferðir
Hugmyndir um deilirafhjól og aðrar samgöngulausnir í Reykjavík
-  Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi
 

4.       Af hverju göngugötur?
Tilgangur og hugmyndafræði göngugatna í borgum

- Edda Ívarsdóttir, Reykjavíkurborg
 

5.       Vogabyggð - borgarþróun með Borgarlínu
Kynning á frekari vinnslu hugmynda um þróun Vogabyggðar og Sæbrautar við Borgarlínu
- Sigríður Magnúsdóttir, Tröð.
 

6.       Miklabraut í stokk við Kringlusvæðið
Kynning á hugmyndum um þróun Kringlusvæðisins með Miklubraut í stokk og Borgarlínu
- Samúel T. Pétursson, VSÓ Ráðgjöf

Fundarstjóri verður Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. 

Málþinginu verður streymt á vefsíðuna Léttum á umferðinni - málþing 2019 og þar verða einnig kynningar fyrirlesara gerðar aðgengilegar.

Allir eru velkomnir. Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að láta vita af sér á Facebook viðburði málþingsins.