Leitað eftir að Bakki verði sjálfstætt starfandi

Skóli og frístund

Leikskólinn Bakki

Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs hefur verið falið að leita leiða til samstarfs við sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem nú er starfsstöðin Bakki í Grafarvogi.

Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs 5. desember síðastliðinn. Bakki er þriggja deilda leikskóli með rekstrarleyfi fyrir 58 börn og er hluti af leikskólanum Nesi. Börnum í leikskólanum hefur fækkað töluvert á undanförnum árum sem hefur haft í för með sér áskoranir í rekstri leikskólans, bæði faglega og fjárhagslega. Með tillögunni er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 2. janúar 2023 og að frá og með 1. febrúar sama ár verði starfsemi Bakka lögð niður. Stefnt er að því að sjálfstætt starfandi leikskóli taki við rekstrinum í húsnæði Bakka í beinu framhaldi.

- Fundargerð frá fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillagan var samþykkt.