Leitað að aðila til að sjá um neyðarskýli fyrir konur

Velferð

""

Velferðarsvið Reykjavíkur leitar nú að aðila til að sjá um rekstur neyðarskýlis fyrir 8 -12 konur en hlutverk þess er að veita húsnæðislausum konum, með miklar og flóknar þjónustuþarfir, næturgistingu til skamms tíma á meðan verið er að vinna að lausn á húsnæðisvanda þeirra

Velferðarsvið leggur til húsnæðið sem er í Eskihlíð 2-4 án endurgjalds og sér einnig um viðhald á fasteign og lóð.   

Rauði krossinn hefur rekið neyðarskýlið Konukot í húsnæðinu síðan árið 2004 á grundvelli samstarfssamnings við velferðarsvið. Góð reynsla hefur verið af þjónustunni sem byggist á skaðaminnkandi hugmyndafræði samhliða áherslu á batamiðaða nálgun. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefur séð um samstarf við skýlið fyrir hönd velferðarsviðs.

Mikilvægt er að væntanlegur rekstraraðili hafi góða þekkingu á málefnum kvenna sem glíma við heimilisleysi og áföll samfara vímuefnaneyslu. Frestur til að skila inn gögnum er til 3. júlí næstkomandi.

Allar frekari upplýsingar fyrir áhugasama aðila.