Leikskólarnir taka til starfa eftir sumarleyfi

Skóli og frístund

""

Flestir leikskólar borgarinnar hafa nú tekið til starfa að nýju eftir fjögurra vikna sumarleyfi starfsfólks og barna.

Í næstu viku verður leikskólastarfið komið á fullt á ný í öllum hverfum, en flestir leikskólar tóku til starfa í dag eftir sumarleyfi en þeir síðustu opna að nýju í næstu viku. Þá hefst síðasta lotan fyrir elstu leikskólabörnin sem byrja í grunnskóla 22. ágúst og að því loknu verður byrjað að taka inn ný börn sem hafa innritast í leikskólana.

Hátt í sex þúsund börn dvelja í 63 borgarreknu leikskólunum þegar þeir eru allir opnir. Sumaropnun var í sex leikskólum í sumar, einum í hverju borgarhverfi.

Sjá yfirlit yfir sumarlokun leikskólanna.