Leikskólalóðin við Bakkaborg endurgerð

Framkvæmdir Skóli og frístund

""

Verið er að taka alla lóðina við leikskólann Bakkaborg í gegn. 

Í sumar hafa staðið yfir miklar endurbætur á leikskólalóðinni við Bakkaborg í Neðra Breiðholti. Þar hefur verið settur hiti í stéttar og skipt hefur verið um leiktæki auk þess sem öll lóðin hefur verið endurnýjuð. Enn er unnið í baklóðinni eins og myndirnar sýna en þarna verður allt orðið fínt í lok ágúst. Samkvæmt fjárfestingaráætlun borgarinnar leggur Reykjavíkurborg 75 milljónir króna á ári í endurgerð leikskólalóða. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 101 milljón króna en það hefur verið unnið í tveimur hlutum og er nú verið að vinna annan áfanga.