Leikskólabörn í töfraveröld Borgarleikhússins

Menning og listir Skóli og frístund

""

Undanfarna daga hafa elstu leikskólabörnin streymt á leiksýningu í Borgarleikhúsinu og kynnst þar mörgum undrum. 

Lalli töframaður hefur á á fjórum leiksýningum leitt fimm ára leikskólabörnin í gegnum undraveröld leikhússins og sýnt þeim frá hvernig breyta má hljóðum, ljósum, sviðsmyndum, hreyfingum á sviðinu og öðru til að búa til ólíka heima. Þá hefur hann sprellað og sýnt þeim ýmsa töfra. Hann rífhélt salnum í morgun með töfrum og sprelli og skemmtu leikskólabörnin sér konunglega. Þessar sýningar fyrir leikskólabörn eru orðnar árlegum viðburði og er þetta í fimmta sinn sem Borgarleikhúsið býður fimm ára börnunum að upplifa og fræðast um töfraheim leikhússins. Í morgun komu m.a. börn frá Brekkuborg, Sólborg og Vesturborg í leikhúsið og fóru kát heim og margs fróðari um leiklist og töfra sem skapa má á sviðinu.