Le Patin Libre í Skautahöll Reykjavíkur

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Listskautahópurinn Le Patin Libre frá Kanada mun halda sýninguna GLIDE í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 1.desember klukkan 17:30-18:30.

Sýningarhópurinn kemur frá Montreal og er skipaður 5 fyrrum afreksskauturum þeim, Taylor Dilley, Jasmin Boivin, Pascale Jodoin, Alexandre Hamel og Samory Ba. Þau hafa ferðast til fjögurra heimsálfa með sýningar sínar og fengið mjög góðar móttökur gagnrýnenda. Stíllinn er nútímalegur og hefur verið líkt við nútímadans á svelli. Sýningin sem fram fer á laugardaginn verður blanda af þeirra bestu atriðum.

Þá verður almennings opnunartími Skautahallarinnar með öðru sniði á laugardaginn eða frá kl. 13:00-16:30. Le Patin Libre hópurinn verður með gestum á svellinu kl. 13:30, 14:30 og 15:30 í 20-30 mín í hvert sinn.

Hægt er að nálgast miða á sýninguna á tix.is og einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.