Lausaganga hunda á útivistarsvæðum og göngustígum Reykjavíkur

Heilbrigðiseftirlit

""
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill benda hundaeigendum á að taumskylda er á skipulögðum göngustígum borgarinnar.
Talsvert hefur borist af ábendingum um að lausir hundar ónáði gangandi og hjólandi á stígum á útivistarsvæðum borgarinnar þannig að hætta getur skapast af.
 
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill benda hundaeigendum á að taumskylda er á skipulögðum göngustígum borgarinnar og einnig þeim sem eru á svæðum fjarri íbúðabyggð.  Hundar á svæðum sem leyfilegt er að hafa þá lausa eiga ætíð að vera í umsjá ábyrgs aðila sem og á svæðum fjarri íbúðarbyggð.  Heimilt er að vera með hunda í taumi á göngustígum borgarinnar.
 
Varptími fugla hafinn og vill Heilbrigðiseftirlitið af því tilefni minna á að óheimilt er að fara með hunda utan göngustíga í Heiðmörk og Öskjuhlíð á tímabilinu 1. maí-15. ágúst og í hólmana í Elliðaárdal.