Laus staða deildarstjóra kjaradeildar

""

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra kjaradeildar, sem jafnframt er formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar.

Verkefni deildarstjóra er m.a. launavinnsla, túlkun kjarasamninga, samningagerð og samskipti við stéttarfélög. Við leitum af reynslumiklum einstaklingi með háskólapróf og þekkingu á sviði vinnumarkaðsmála. Ert þú metnaðarfullur leiðtogi sem vilt ganga til liðs við okkur? Næsti yfirmaður deildarstjóra er fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og er deildarstjóri hluti af stjórnendateymi skrifstofunnar.

Fjármálaskrifstofa heyrir undir embætti borgarritara en skrifstofan skiptist í sjö deildir; áhættumat, áætlun og greiningu, bókhald, fjárstýringu, innkaup, kjaradeild og uppgjör. Starfsmenn eru um 90 talsins og þar af 29 á kjaradeild. Skrifstofan er staðsett í Borgartúni 12-14.

Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí næstkomandi.

Auglýsing um starfið