Landsamtökin Geðhjálp hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2014 | Reykjavíkurborg

Landsamtökin Geðhjálp hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2014

föstudagur, 16. maí 2014

Jón Gnarr borgarstjóri, afhenti Hrannari Jónssyni formanni stjórnar Geðhjálpar Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar.

 

 

 • Borgarstjóri og formaður mannréttindaráðs ásamt fulltrúum Geðhjálpar.
  Borgarstjóri og formaður mannréttindaráðs ásamt fulltrúum Geðhjálpar.
 • Hér hafa styrkþegar mannréttindaráðs bæst í hópinn.
  Hér hafa styrkþegar mannréttindaráðs bæst í hópinn.
 • Borgarstjóri og formaður mannréttindaráðs Margrét Sverrisdóttir.
  Borgarstjóri og formaður mannréttindaráðs Margrét Sverrisdóttir.
 • Hrannar tekur við blómvendi og skúlptúr.
  Hrannar tekur við blómvendi og skúlptúr.
 • Veittir voru styrkir mannréttindaráðs til 11 verkefna. Þessi var sáttur.
  Veittir voru styrkir mannréttindaráðs til 11 verkefna. Þessi var sáttur.
 • Glatt á hjalla.
  Glatt á hjalla.

Landssamtökin Geðhjálp voru stofnuð fyrir 35 árum, þann 9. október 1979, og eru frjáls félagasamtök fólks með geðrænan vanda, aðstandenda þeirra, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun.  Samtökin sinna ráðgjafaþjónustu, bjóða upp á sjálfshjálparnámskeið og eru með viðburða- og fræðsludagskrá. Félagsmenn eru 540 talsins.

Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Jón Gnarr sagði við afhendingu Mannréttindaverðlaunanna að Geðhjálp væru vel að viðurkenningunni komin. „ Reykjavíkurborg vill leggja sitt lóð á vogarskálarnir svo samtökin geti unnið að því  göfuga markmiði að bæta hag geðfatlaðra til virðingar og virkni í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir geta og eiga að njóta sín“.

Verðlaunin voru skúlptúr eða manneskja úr bylgjupappa eftir Atla Viðar Engilbertsson listamann sem hefur oft tekið þátt í hátíðinni List án landamæra.

Að lokinni afhendingu Mannréttindaverðlauna úthlutaði Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, styrkjum mannréttindaráðs til 11verkefna að upphæð samtals 5 milljónir króna.