Landlæknir og sóttvarnalæknir árétta mikilvægi skólagöngu

Covid-19 Skóli og frístund

""

Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja í bréfi til kennara og foreldra árétta mikilvægi þess að nemendur leik- og grunnskóla haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi.

Nauðsyn þessa ð hefta útbreiðslu Covid-19 faraldursins er öllum ljós. Markmið aðgerða er að auka líkur á því að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af Covid-19 hér á landi ásamt því að geta sinnt annarri bráðaþjónustu.

Að mati sóttvarnarlæknis eru líkur á smiti frá ungum börnum töluvert ólíklegra en frá fullorðnum enda sýna rannsóknir hér á landi og á hinum Norðurlöndunum að smit hjá börnum er fátítt. Því má leiða líkum að því að ekki er tilefni til þessa að takmarka skólastarf frekar í sóttvarnarskyni.

Náið er fylgst með stöðunni og vilja landlæknir og sóttvarnarlæknir koma eftirfarandi á framfæri við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og foreldra nemenda í leik- og grunnskólum;

  • Heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla. Námið er þeim mikilvægt sem og sú virkni og aðhald sem því fylgir.
  • Kennarar og starfsfólk skóla er framlínufólk í núverandi aðstæðum. Skólarnir eru mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi og framlag skólasamfélagsins afar dýrmætt í því samhengi. Staðan er flókin og kallar á fjölbreyttar leiðir, úthald og sveigjanleika af hálfu allra.
  • Kennarar og starfsfólk í áhættuhópum ættu að gæta fyllstu varúðar og skólar fara eftir sínum viðbragðsáætlunum ef upp kemur grunur um smit.

Bréfið með undirskriftum