Kynningarfundur um Vogabyggð

Stjórnsýsla Skipulagsmál

""
Opinn kynningarfundur um breytingu á aðalskipulagi og um deiliskipulag fyrsta áfanga Vogabyggðar var haldinn fimmtudaginn 2. júní kl. 17 í Vogaskóla og var hann vel sóttur.
Kynningarfundur um fyrsta áfanga  Vogabyggðar var  haldinn í Vogaskóla kl. 17. fimmtudaginn 2.júní nk
 
Drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Kynnt var breyting er varðar fjölgun íbúða í hverfinu og skilgreiningu svæðis fyrir skólastofnanir.
 
Drög að deiliskipulagi fyrsta áfanga ásamt rammaskipulagi.
Kynnt voru drög að nýju deiliskipulagi fyrir svæði 2 í Vogabyggð. Í tillögunni felst endurskipulagning á  svæðinu, þar sem iðnaðarstarfsemi vikur fyrir blandaðri byggð íbúða, þjónustu og skrifstofa.
 
Tengill: