Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag við Stekkjarbakka

Skipulagsmál Umhverfi

""

Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 20. febrúar í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg í Breiðholti kl. 17.30 til að kynna deiliskipulag í auglýsingu og áform um þróunarreitinn 73. 
 

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur kynningarfund um deiliskipulag við Stekkjarbakka (Þ73) sem er í auglýsingu til 4. mars 2019. Um er að ræða opið svæði og þróunar- svæði samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030. Á fundinum verður einnig sagt frá vinnu sem hafin er við heildarskipulag Elliðaárdalsins sem er skilgreindur sem borgargarður. Auk þess verður kynnt fyrirhuguð uppbygging ALDIN Biodome gróðurhvelfingar á þróunarreitnum og starfssemi Garðyrkjufélagsins á svæðinu. Allir velkomnir.

Tengill

Ítarleg frétt um fundinn

Auglýsing um fundinn