Kynningarfundur um fjarskiptamastur og útsýnispall á Úlfarsfelli

Skipulagsmál

""

Kynningarfundur um fjarskiptamastur og útsýnispall á Úlfarsfelli fór fram í Dalskóla fimmtudagskvöldið 6. desember. 

Reykjavíkurborg og Sýn hf hafa látið vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir um 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Umrædd framkvæmd tryggir fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkja er lagt til að unnið verði með náttúruleg byggingarefni á þann hátt að mannvirkin falli sem best inn í landslagið og umhverfið.

Kynningarfundur var haldinn fyrir borgarbúa og var dagskrá fundar var með þeim hætti að Gautur Þorsteinsson frá verkfræðistofu VBV og ráðgjafi fyrir Sýn hf. fjallaði um tæknilegar útfærslur á útvarpssendistaðnum á Úlfarsfelli. Þá kynnti Aðalsteinn Snorrason arkitekt hjá Arkís skipulagstillögu sem er í kynningu til 17. desember. 

Fyrirspurnir og umræður fóru fram eftir kynningar ogfundargerð skráð. 

Á fundinum voru einnig til svara Björn Axelsson skipulagsstjóri, Harri Ormarsson hdl umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri hjá skipulagsstjóra sem var ritari. Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir skipulagsfræðingur, Sigurbjörn Eiríksson og Kjartan Briem frá Sýn hf og Gunnar Örn Guðmundsson forstöðumaður frá RÚV. Fundarstjóri var Gunnar Hersveinn.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna er skilað skriflega eða á netfangið skipulag@reykjavik.is til  skipulagsfulltrúa, eigi síðar en 17. desember 2018. Hér má sjá öll gögn, kynningar og fundargerð.

Úlfarsfell kynning