Kynlegar tölur um íþróttir, kosningaþátttöku og sjálfsvíg

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Karlar eru í meirihluta í stjórnum allra  íþróttafélaga í Reykjavík sem skilgreind eru sem hverfisíþróttafélög og kosningaþátttaka kvenna er meiri en karla. Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur,sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur út á ári hverju, og hefur að geyma ýmsar tölfræðilegar upplýsingar sem varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í borginni og á landinu.

Karlar eru í meirihluta í stjórnum allra  íþróttafélaga í Reykjavík sem skilgreind eru sem hverfisíþróttafélög. Iðkendur á aldrinum 6 til 18 ára eru að meirihluta karlkyns í öllum hverfisíþróttafélögunum nema einu. Formenn þessara íþróttafélaga eru karlmenn í öllum tilvikum nema einu. Samtök íþróttafréttamanna byrjuðu að kjósa íþróttamann ársins 1956 og eru konur 8% þeirra sem hafa hlotið þennan titil en karlar 92%. 

Þetta kemur m.a. fram í bæklingnum Kynlegar tölur,sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur út á ári hverju, og hefur að geyma ýmsar tölfræðilegar upplýsingar sem varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í borginni og á landinu. Í ár er sjónum beint m.a. að íþróttum, atvinnulífinu, kosningum, ofbeldi og öryggi í Reykjavík.

Tölur um kosningaþátttöku eftir kjörstöðum og kyni í Reykjavík í nýafstaðnum Alþingiskosningum eru áhugaverðar. Lægsta kosningaþátttakan er í Íþróttamiðstöðinni í Austurbergi en hún er um tíu prósentustigum lægri en í Hagaskóla þar sem þátttakan er mest. Hlutfall kvenna sem mætir að kjósa er hærra en hlutfall karla á öllum kjörstöðum nema einum.

Á síðasta ári létust rúmlega helmingi fleiri vegna sjálfsvíga en í umferðaslysum. Fjörtíu manns þar af 4 konur  og 36 karlar létust vegna sjálfsvíga á árinu 2016, konur voru því 10% þeirra sem létust vegna sjálfsvíga en karlar 90% Til samanburðar má geta þess að sama ár urðu 18 banaslys í umferðinni, en þá létust 5 konur og 13 karlar (konur 28% og karlar 72%).

Árið 2016 kom 161 kona og 8 karlar á neyðarmóttöku vegna nauðgana. Þetta er mesti fjöldi sem hefur leitað til neyðarmóttökunnar á árunum 2000 til 2016. Af þessum 169 málum voru 68 kærð til lögreglu.   

Samkvæmt Þolendakönnun Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2016 upplifir hátt hlutfall höfuðborgarbúa sig örugga í eigin hverfi eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar eða 87% kvenna og 96% karla. Þegar hins vegar er spurt um öryggistilfinningu í miðborg Reykjavíkur eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar lækkaði hlutfallið í 31% meðal kvenna og 63% meðal karla.